sunnudagur, febrúar 11, 2007

Grasekkill dagur 8

Jæja, Lasarus er enn hérna hjá okkur. Þengill er lasinn, með hita og niðurgang en er þó hættur að kasta upp. Bríet gisti hjá mömmu aðfaranótt föstudags og fór heim til vinkonu sinnar Salnýjar Kaju og gisti þar svo sl. nótt. Hún fór síðan í leikfimi í morgun með þeim og kom svo heim rétt fyrir hádegi. Ég tók saman dót fyrir hana í gær til að hafa hjá Salnýju, og að sjálfsögðu gleymdi ég "smáatriðum" eins og náttfötum og tannbursta. Leikfimisfötin fann ég reyndar ekki.

Mér sýnist sem að allt líti út fyrir að Þengill verði veikur á morgun. Hann er í rosalegum sveiflum í þessum veikindum sínum og þær virðast halda sig við lyfin, s.s. Parasupp stíla.

Mér er farið að leiðast að vera fastur svona heima og Þengill örugglega líka. Ég bara vona að þessum veikindum fari að linna.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Æi karlmennin mín...í einangrun í Rimanum smáa. Ég hugsa mikið og stórt til ykkar og vona að það stytti ykkur stundirnar. Láttu þér batna Þengill minn. Ég sé þig á föstudagskvöld!

Kveðja,
Elsa/mamma.