mánudagur, júní 26, 2006

Ég er algerlega búinn að missa allt álit á Michael Schumacher eftir atvikið í Mónakó þar sem hann lagði bílnum í síðustu beygjunni til að enginn gæti bætt tíma hans í tímatökum, sem þá var sá besti. Þessi álitsmissir minn á sér aðdraganda. 1994 keyrði Schumacher á Damon Hill og við það varð Hill ekki heimsmeistari heldur Schumacher. 1997 keyrði Schumacher viljandi á Villeneuve til að reyna að hindra hann í að taka fram úr sér og þar með vinna heimsmeistaratitilinn af Schumacher.
Og núna um daginn lagði hann bílnum í Mónakó.

Maðurinn kann að keyra, því er ekki að neita. Hann er jafnvel sá besti í heimi í dag. En ef það er enginn heiður, engin æra á bak við þetta þá er betra heima setið en af stað farið. Ef maðurinn getur ekki setið undir því að aðrir vinni hann á heiðarlegan máta og beitir slíkum brögðum sem ég hef talið hér upp þá á hann bara að hætta að kalla sig íþróttamann.

Engin ummæli: