föstudagur, apríl 07, 2006

BlaðurDagur

Stundum rekst maður á ummæli sem reka mann í rogastans eins og ummæli Dags B. Eggertssonar. Dagur er um margt ágætismaður held ég og hefur gert margt gott og vel (hann er þó doldið mikið froðusnakkur, ekki satt?). En eitt af því er EKKI framboð og úthlutun lóða undir einbýlishús í Reykjavík. En samt leyfir hann sér að segja eftirfarandi um þessa úthlutun:
"Við stóðum mjög dyggan vörð um það að enginn gæti hamstrað, að hver einstaklingur fengi aðeins eina lóð," segir Dagur. "Þeir sem buðu í margar lóðir fengu aðeins eina. Nú gefst tíu nýjum fjölskyldum færi á að koma yfir sig þaki þarna."

Í sjálfu sér er þetta rétt og satt. En að þau hafi staðið "mjög dyggan vörð" um að enginn gæti hamstrað er orðum (stór)aukið. Klúður og slökkvistarf og okur á lóðum er það sem stendur uppúr í þessari úthlutun.

Engin ummæli: