föstudagur, mars 24, 2006

Idol Rokkar... NOT

Ég er að horfa á Idol núna og keppnin er tvískipt, tvær umferðir, sitthvort þemað. Og í því fyrra var rokkþema. En! Fyrsta lagið var I wanna be with somebody eftir Whitney Houston og það næsta var eftir Michael Jackson (reyndar orginal í fluttningi Jackson Five, það gamalt), síðan kom You where always on my mind eftir Prestley og svo síðast Sweet child of mine eftir Guns'n'Roses.

Þetta var eins og að horfa á alla nema einn drekka vatn í kókdrykkjukeppni. Hvað í fjandanum hefur Whitney Houston að gera í rokkþema? Eða Jackson five? Ég var búinn að hlakka til að hlusta á þau spreyta sig á rokkinu og svo kemur þetta puff? Fjandinn hafi það, þetta er lélegt eins og lélegt getur orðið. Rokklega séð...

Seinni umferðin var í countryþema. Og allir voru á réttu róli þar, country. Af hverju gátu þau ekki skotið Jackson Five eða Whitney Houston inn í country þemað?

Engin ummæli: