laugardagur, febrúar 18, 2006

Þetta er alltaf að verða betra og betra með lóðarúthlutanirnar. Skv. fréttum í Fréttablaðinu var einn maður, Benedikt Jósepsson, sem átti hæsta tilboð í allar einbýlishúsalóðir nema eina. Hann fékk s.s. 39 af 40 lóðum. Er það svona fyrirkomulag sem R-listinn ætlar að hafa í úthlutunum lóða í Nýju Reykjavík?

Ég segi bara "Bravó". Svona á að sko að braska með lóðir. R-listinn er greinilega að útskrifast í fasteignabraskinu núna. Og ef markmiðið með útboðinu var að úthluta lóðum til fjölskyldufólks sem vill byggja sitt eigið hús þá er R-listinn gersamlega úti að aka í þessu máli. Sem kemur svosum ekkert á óvart í sjálfu sér.

Engin ummæli: