miðvikudagur, janúar 04, 2006

Ég trúði varla eigin augum þegar ég opnaði Fréttablaðið í morgun. Þar var birt nafn mannsins sem lést í Kólumbíu við svifvængjaflug. Hann hét Rúnar V. Jensson og starfaði í Háskólanum í Reykjavík sem kerfisstjóri.

Mér hlotnaðist sá heiður að kynnast Rúnari þegar ég var nemandi í tölvunarfræði í Háskólanum í Reykjavík. Hann var frábær kerfisstjóri og var allur af vilja gerður við að aðstoða nemendur og starfsfólk háskólans. Hann var alltaf hlýlegur og brosmildur og snöggur til við að aðstoða.

Ég votta fjölskyldu hans og vinum mínar innilegustu samúðarkveðjur. Rúnar var drengur góður og hans verður sárt saknað.

Engin ummæli: