sunnudagur, nóvember 13, 2005

Starfsdagur KB banka færir manni hetjur

Ég fór á starfsdag í KB banka í gær og þar voru haldnar ræður. M.a. hélt Hreiðar Már tölu um stefnumótun bankans og Ingólfur forstjóri hélt tölu um afkomu og rekstur. Eftir það steig Svali framkvæmdarstjóri starfsmannasviðs á svið og hélt tölu um starfsmannafélagið og fleira. En svo kom toppurinn.
Joe Simpson kom á sviðið. Og ég bara gapti af undrun. Joe þessi er maðurinn sem myndin "Touching the Void" fjallar um. Maður sem fótbrotnaði á einum af hæstu tindum heims, var talinn vera látinn af félaga sínum, og skreið svo til base camt með fótinn brotinn, barðist við gífurlegan sársauka, ofþornun, kulda, þreytu og allt.
Ég á mér nokkrar hetjur. Emil Zapotek, Rósu Parks, Alvin York, Lance Armstrong og Joe Simpson. Þegar einn af þeim birtist fyrir framan mann og heldur ræðu um afrek sitt þá einhvern veginn verður maður alveg bit. Orðlaus. Trúir þessu varla. En þarna var hann kominn og hélt snilldarræðu. Það hjálpaði að hafa séð myndina sem er raunveruleg endursögn af því sem gerðist, engu sleppt og engu bætti við.
Þegar hann hafði lokið máli sínu þá var að sjálfsögðu klappað. Ég var fyrstur í salnum til að standa upp, með liðsinni Sigurgeirs. Var búinn að ákveða að gera þetta því síðan myndi salurinn fylgja með. Sem hann og gerði. :)

2 ummæli:

Unknown sagði...

Þetta var alveg magnað maður

Unknown sagði...

Við vorum fyrstir til að sýna manninum tilhlýðlega virðingu ;-)