mánudagur, maí 30, 2005

Góð helgi á enda.

Við vísitölufjölskyldan vorum að koma úr góðri helgi saman. Við fórum í sumarbústað í eigu fjölskyldunnar á föstudaginn. Gott veður, góður matur eldaður, góðir vinir komu í heimsókn, heitur pottur notaður óspart. Frábær helgi. Það eina sem skyggði á hana var óheppni Kimi Räikkönen í Nurburgring. Djöfull var ég svekktur með það þegar hægra framhjólið brotnaði undan á síðsta hring. Kimi var fyrstur og átti eftir 3 km í sigur. En svona er þetta bara. Bíllinn þoldi ekki víbringinn sem framhjólið olli með því að vera orðið misslitið og ójafnt. Það var súrrealískt að sjá skot úr on board camera úr bílnum. Hann víbraði geðveikt. Ekki nema von að hann skyldi brotna undan látunum.

Svo kemur maður heim eftir algera fjölmiðlaeinangrun (fyrir utan formúluna) og þá er bara Sigríður Dögg nokkur með greinasafn í Fréttablaðinu um einkavæðingu bankanna. Ekki einungis er þetta þvílík langloka sem svæfir jafnvel mestu spíttfíklana heldur einnig er Sigríður Dögg þessi þekkt fyrir andúð sína á ríkjandi stórnarforkólfum. Ætli það hafi haft áhrif á hana við efnisvalið og efnistökin? Það verður gaman að lesa síðasta kaflann í þessari ritröð á morgun.

Merkilegt þó, hún getur hvergi heimilda né hver heimildarmenn hennar eru. Convenient eða hvað?

2 ummæli:

Unknown sagði...

Vísitölufjölskyldan er það ekki fráskilið einstætt foreldri með einn barn og fótalaust barn (hálft barn) haus af hundi (1/10 hundur) og 3 skrautfiska?

P.S. ég linka á þig hmmmmm!

Sigurjón Sveinsson sagði...

Ekki gleyma skuldunum og tveim bílum ásamt gírkassa og vél (0,3 bíll)